Upplýsingar um Saga Verslun
Vinsamlega lestu yfir skilmálana okkar áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að versla við vefverslun okkar samþykkir þú þessa skilmála.
HHberg ApS (560523-9980), Nygade 19, 4780 Stege, sagaverslun@gmail.com. Allar upplýsingar á vefnum eru birtar með fyrirvara um breytingar og/eða villur.
Verð á vefnum er birt í íslenskum krónum. Verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram. HHberg ApS áskilur sér rétt til að hætta við sölu, t.d. vegna rangra verð- eða lagerupplýsinga og eining að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Afhendingarmáti og kostnaður
Frí sending á afhendingastaði Dropp á pöntunum yfir 15.000 kr.
Sendingarvalmöguleikar og kostnaður (pantanir undir 15.000 kr.):
- Dropp N1 Höfuðborgarsvæði. Verð: 690 ISK
- Dropp N1 Landsbyggðin. Verð: 690 ISK
- Sent í annað bæjarfélag. Verð: 990 ISK.
Tölvupóstur/SMS er sent þegar pöntun er tilbúin til afhendingar. Dropp/ afhendingar er lokað alla rauða daga og um helgar, né annað sé tekið fram
Þær vörur sem fara í póst er dreift af Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vörunnar. HHberg ApS ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá vöruhúsi okkar til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Sé vara uppseld eða önnur atriði tefja afgreiðslu pöntunar er haft samband við viðskiptavin eins fljótt og auðið er, með upplýsingum um hvenær pöntun verður afgreidd og með hvaða hætti.
Trúnaður (öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Persónuupplýsingar
Öll söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga þinna eru unnin í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Til að við getum uppfyllt þá þjónustu sem er í boði þegar verslað er í vefversluninni þá þurfum við að fá upplýsingar um nafn þitt, heimilisfang, netfang og símanúmer. Við vistum engar greiðsluupplýsingar aðrar en hvaða greiðslumiðil var notast við þegar greitt var fyrir pöntunina.
Við deilum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema til að uppfylla þá þjónustu sem þú hefur valið, t.d. til að uppfylla óskir um heimsendingarþjónustu.
Skilafrestur og endurgreiðsla
VINSAMLEGAST EKKI SKILA PAKKANUM ÁÐUR EN ÞÚ HEFUR HAFT SAMBAND VIÐ OKKUR (sagaverslun@gmail.com), VIÐ GETUM EKKI ÁBYRGST ENDURGREIÐSLUNA ÞÍNA EF EKKI ER HAFT SAMBAND FYRST.
Skilafrestur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum.
Ef hætt er við kaup, er hægt að fá gjafabréf fyrir kaup á heimasíðu Saga Verslun. Sendingargjöld eru ekki endurgreidd. Ef varan er ekki send innan 14 daga frá móttöku vörunnar, er skilafrestur ekki gildur.
Þú missir rétt þinn til afturköllunar ef:
- Innsigli vörunnar er rofið, útaf heilsuverndar- og hreinlætisástæðum.
Hvað á ég að senda til baka?
- Þú verður að láta fylgja afrit af kvittun fyrir vörukaupunum (hægt að senda í tölvupósti).
- Nafn, kennitala og reiknisnúmer kaupanda (hægt að senda í tölvupósti).
- Varan í upprunalegum umbúðum. Það má ekki rjúfa innsiglið.
Hvert á að senda vöruna?
- Vinsamlegast sendið á okkur til að fá nánari upplýsingar
- ATH! tölvupóstur frá okkur getur endað í ruslpóstinum.
- Varan er endursend með Dropp, ath. að sendingargjöld eru ekki endurgreidd (endursendingar miðinn er sendur á viðkomandi í tölvupósti)
Greiðslumátar
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumáta:
- Visa
- Mastercard
- American Express
Ef upp koma greiðsluvandamál, t.d. ef greitt er með stolnu korti, þá áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við sölu.
Ábyrgðarskilmálar
Tilkynningar um galla eða skemmdir skal senda á sagaverslun@gmail.com. Saga Verslun áskilur sér þann rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig og ber að bjóða viðgerð, nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu teljist vara gölluð.
Ábyrgðartími á búnaði er 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003.
Ábyrgð fellur niður ef varan hefur verið meðhöndluð á rangan hátt, orðið fyrir hnjaski, misnotkun, eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur