Leiðbeiningar

Augnnuddtæki

Það eru 4 hitastillingar. Ýttu einu sinni til að fá heitari stillingu.

Til þess að fá nuddið/víbringinn á að tvíklikka. Það eru 2 nuddstillingar, ýttu einu sinni til þess að skipta um stillingu. Til þess að fá hitann aftur þarf að tvíklikka.

Tækið slekkur á sér eftir 10-15 mín, þar sem það er tíminn sem er mælt með að nota tækið. Þótt það sé mælt með 15 mín á dag, er ekkert sem mælir á mótið því að nota það eins mikið og maður vill eða eftir þörfum. Við mælum þó ekki með að nota það í meira en 30 mín í senn.

Þegar þú setur tækið í hleðslu, þarf að nota snúruna sem fylgir með. Þegar rauða ljósið hverfur er tækið fullhlaðið.

 

Hálsnuddtæki

Power: Til þess að kveikja á tækinu 

Direction: Til þess að skipta um snúning á nuddinu

Speed: Til að skipta um hraðastillingar

Heat: Til að kveikja og slökkva á hitanum

Tækið slekkur á sér eftir 15 mín. Við mælum ekki með að nota tækið í meira en 30 mín í senn.

 

Öryggisatriði fyrir tækin: 

  • Ekki nota tækin í röku umhverfi.
  • Ekki nota tækin ef stofuhiti er yfir 40 gráður c.
  • Ekki nota tækin í vatni eða með blautar hendur.

Ef þú ert með undirliggjandi sjúkdóm, vinsamlegast ráðfærðu þið við lækni fyrir notkun. Við mælum ekki með að nota tækin í yfir 30 mín í senn. Ef þú upplifir óþægindi við notkun tækjanna, hættu notkun strax.